Réttaráhrif
Kæra frestar ekki réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar nema á annan veg sé mælt í lögum sem kæranleg ákvörðunin byggist á. Um aðfararhæfi úrskurða sem kveðnir eru upp af úrskurðarnefndinni fer samkvæmt ákvæðum laga sem kæranleg ákvörðun byggist á. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála er úrskurðarnefndinni þó heimilt að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar meðan kæra er til meðferðar þar sem ástæður mæla með því. Sjá einnig 5. mgr. 13. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, þar sem fram kemur að úrskurðarnefndin geti frestað réttaráhrifum úrskurðar að kröfu málsaðila, telji hún ástæðu til þess.