English
Úrskurðarnefndin sker úr ágreiningsmálum sem kunna að rísa vegna ákvarðana félagsmálanefnda sveitarfélaga á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og vegna ákvarðana húsnæðisnefnda sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á grundvelli laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Jafnframt er heimilt að kæra til nefndarinnar ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Þá er fötluðum einstaklingum heimilt að kæra til nefndarinnar stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga sem teknar eru á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.
Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana vegna ágreinings á grundvelli framangreindra laga er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.