Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála
Þegar ákvörðun stjórnvalds er kærð til úrskurðarnefndarinnar er hægt að senda inn kæru með því að fylla út rafrænt kærueyðublað, sem hægt er að nálgast á “Mínum síðum“, sem sjá má á forsíðu þessarar heimasíðu. Nota þarf rafræn skilríki til að eiga samskipti við úrskurðarnefndina inná “Mínum síðum“.
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur tekið í notkun rafrænt kærueyðublað fyrir umboðsmenn kærenda. Eyðublaðið er aðgengilegt á „mínum síðum“ úrskurðarnefndarinnar á vefsíðunni www.urvel.is. Einnig er hægt að smella beint á eftirfarandi tengil til þess að opna mínar síður úrskurðarnefndarinnar “Mínum síðum“.
Nauðsynlegt er að umboðsmenn hafi rafræn skilríki tiltæk til þess að skrá sig inn á “Mínar síður” nefndarinnar. Smellt er á „kærueyðublöð“ og eyðublaðið „kæra umboðsmanns til úrskurðarnefndar velferðarmála“ valið. Eftir að kæra hefur verið send til nefndarinnar rafrænt er málsmeðferð rafræn, þ.e. hægt að senda nefndinni frekari gögn í málum auk þess sem hægt er að nálgast gögn frá nefndinni.
Úrskurðarnefndin hvetur lögmenn til að nýta þessa rafrænu kæruleið og bendir á að ef kæra berst rafrænt er ekki þörf á að senda nefndinni kæru með bréfpósti eða Signet transfer.
Rafræn málsmeðferð styttir boðleiðir og auðveldar alla miðlun gagna til og frá úrskurðarnefndinni.
Undirritun er ekki nauðsynleg þegar kæra er send rafrænt þar sem kærandi eða umboðsmaður kæranda auðkennir sig með rafrænum skilríkjum.
Þeir aðilar sem ekki hafa tök á því að senda kæru rafrænt er bent á að prenta út kærueyðublað, fylla það út og senda í bréfpósti. Einnig er hægt að koma með kæru í afgreiðslu nefndarinnar að Katrínartúni 2 (11. hæð), 105 Reykjavík. Þegar kæra er send í pósti eða komið með hana í afgreiðsluna ber að undirrita hana áður en hún er send úrskurðarnefndinni eða afhent í afgreiðslu nefndarinnar.
Nauðsynlegt er að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sína hönd.
Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.